top of page
AdobeStock_267609749.jpeg

Rannsóknir á dáleiðslu

„Þetta breytti lífi mínu“.

Reynsla fólks af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla (rannsókn)

Rannsóknir

Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á dáleiðslumeðferðum og virkni þeirra við hinum ýmsu kvillum í gegnum tíðina. Oft á tíðum hefur dáleiðslan þó ekki verið sú aðferð sem rannsóknin beinist að, heldur „önnur aðferð" sem notuð er til samanburðar. Eins og með flest annað þá eru að sjálfsögðu undantekningar á þessu. 

Rannsóknir á dáleiðslu eru þó takmarkaðar á vissan  hátt. Þrátt fyrir að margar þeirra staðfesti árangur dáleiðslumeðferða þá snúast  þær rannsóknir fyrst og fremst að tillögum (suggestions), en ekki einstaklingsmiðuðum dáleiðsluaðferðum þar sem leitað er orsaka vandamála, s.s. endurlitsmeðferð (sem er algengasta dáleiðsluaðferðin á eftir tillögum). Því hafa dáleiðarar oft brugðið á það ráð að birta „árangursprófanir" og „staðfestan árangur" á heimasíðum sínum, aðferðum sínum til stuðnings. Árangursprófanir koma aldrei í stað vísindalegra rannsókna, enda fjölmargar breytur í þeim prófunum.   

Íslensk rannsókn 

Árið 2021 var birt rannsókn þeirra Maríu Albínu Tryggvadóttur, Sigrúnar Sigurðardóttur og Þorbjargar Jónsdóttur sem bar yfirskriftina „Reynsla fólks af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla" í tímariti Hjúkrunarfræðinga. Þetta er mjög áhugaverð rannsókn og opnar vonandi fyrir frekari notkun dáleiðslu í hvers kyns meðferðarstarfi. Hér er hlekkur á rannsóknina og eins getur þú hlaðið niður pdf útgáfu af henni hér fyrir neðan. 

Meginniðurstöður rannsóknarinnar má sjá hér fyrir neðan

„Yfirþemað „Þetta breytti lífi mínu“ lýsir vel reynslu þátttakenda í þeim tilvikum þar sem árangur dáleiðslumeðferðarinnar hafði jákvæð áhrif á líf þeirra.

Þátttakendur fundu að unnið var djúpt í tilfinningalífi þeirra og sú vinna bætti líðan þeirra. Þeir lýstu því að dáleiðslumeðferðin hefði hjálpað þeim að kryfja og vinna með tilfinningar og komist að rót áhrifanna sem áfallareynslan hafði haft á heilsu þeirra og líðan. Það leiddi til betri skilnings og þekkingar á tengslum eigin tilfinninga og líðanar.

Auk þess skilaði dáleiðslumeðferðin betri sjálfsmynd, bættum svefni, minni kvíða og þunglyndi, betri hvíld, minni verkjum, bættri tilfinningastjórn og því að slæmar endurminningar hurfu."

Rannsókn
bottom of page