hvers vegna ættir þú að læra hjá Hugareflingu?
-
Kennarar skólans búa yfir áralangri reynslu í dáleiðslumeðferðum og dáleiðslukennslu og hafa áunnið sér alþjóðlegra viðurkenninga í dáleiðslu.
-
Fjöldi nemenda á námskeiðunum er takmarkaður, svo hver og einn nemandi fær þá athygli og leiðsögn kennara sem nauðsynleg er.
-
Kennslustundirnar samanstanda af bóklegri kennslu, sýnikennslum og verklegum æfingum. Þú öðlast sjálfstraust með því að æfa aðferðirnar sem kenndar eru. Að loknu námskeiði átt þú að vera fullfær um að taka á móti fólki í dáleiðslu.
-
Námsefnið sem kennt er á námskeiðunum er allt á íslensku.
-
Hugarefling er sérhæfður dáleiðsluskóli, þar sem boðið er upp á alhliða nám í dáleiðslu.
-
Við kennum þér ótal aðferðir við að koma þér og öðrum í dáleiðslu, slökunar-, vakandi-, og hraðinnleiðslur, auk fjölda dýpkana til að auka á dáleiðsluupplifunina.
-
Á námskeiðinu Lærðu að dáleiða lærir þú meðferð við reykingum, streitustjórnun og aðferðir til sjálfsstyrkingar.
-
Við lok námskeiðsins Lærðu að dáleiða er þér boðin aðild að Félagi dáleiðara sem er fagfélag dáleiðara á Íslandi.
-
Á námskeiðinu Meðferðardáleiðsla kennum við þér þróaðar dáleiðslumeðferðir þar sem leitað er orsaka undirliggjandi vandamála meðferðarþega. Meðal aðferða sem við kennum á námskeiðinu eru endurlitsmeðferð (Regression Therapy), nokkrar tegundir hlutameðferða (Parts Therapies) þar sem unnið er með þá hluta hugans sem eru orsök vandamála og hvernig er hægt að nýta þá til sjálfsstyrkingar.
Við kennum þér meðferðir sem eru sérsniðnar að börnum, uppbyggingu meðferðartíma í dáleiðslu og með námskeiðinu fylgir einnig veglegur pakki frá NGH með upplýsingum um markaðssetningu meðferðarstofu, sögu dáleiðslunnar, hvernig á að ná árangri sem dáleiðari og aukapakki með yfir 500 blaðsíðum af forskriftum við hinum ýmsu vandamálum.
-
Við útskrift af meðferðarhlutanum verður þú meðlimur í National Guild of Hypnotists (NGH), sem eru stærstu dáleiðslusamtök í heimi.
Hver ætti að læra hjá okkur?
-
Miðað er við að þátttakendur séu orðnir 18 ára. Hins vegar er enginn hámarksaldur á þeim einstaklingum sem geta lært dáleiðslu!
-
Kennt er á íslensku.
-
Allir sem vilja læra gagnlegar og gefandi aðferðir til að hjálpa öðrum.
-
Allir sem vilja læra dáleiðslu og sjálfsdáleiðslu til að hjálpa sér og sínum.
-
Dáleiðarar sem hafa lokið hluta dáleiðslunáms eða hafa lært dáleiðslu annars staðar og langar að bæta við sig þekkingu og hæfni.
-
Meðferðaraðilar sem nota annars konar meðferðir og langar að bæta við verkfærum í verkfærakistuna.
-
Ekki er krafist fyrri reynslu af dáleiðslu þar sem grunnatriði dáleiðslu, sem og þróaðar meðferðir eru kenndar á námskeiðunum.
Námskeiðin
-
Kjarni þessara alþjóðlegu viðurkenndu námskeiða er námsefni National Guild of Hypnotists (NGH), auk námsefnis frá kennurum Dáleiðsluskólans Hugareflingar. Bókin „Yagerian Therapy“ fylgir einnig meðferðardáleiðsluhluta námsins auk bóka frá NGH.
-
Námskeiðin eru haldin í Reykjavík. „Lærðu að dáleiða“ er 9 dagar í kennslustofu og „Meðferðardáleiðsla“ er 10 dagar í kennslustofu. Milli námslota eru æfingakvöld einu sinni í viku þar sem nemendur geta mætt og æft sig og fengið ráð frá kennurum.
-
Hver kennsludagur hefst klukkan 9.00 og stendur til kl. 16.00 með kaffihléum og hádegismat.
-
Dáleiðslunámskeið Dáleiðsluskólans Hugareflingar eru bæði bókleg og verkleg. Við teljum að það sé mjög mikilvægt fyrir nemendur að þekkja ekki aðeins bóklegu fræði dáleiðslu, heldur einnig að geta notað þessar upplýsingar á hagnýtan hátt. Þess vegna er hluti námskeiðanna helgaður sýnikennslum og æfingum.
-
Námskeið NGH hefur verið metið og viðurkennt víða um heim, meðal annars af Félagi dáleiðara á Íslandi og The General Hypnotherapy Standards Council (GHSC) í Bretlandi. Námskeiðið hefur verið þýtt á yfir 10 tungumál og er kennt víða um heim. Námskeið Dáleiðsluskólans Hugareflingar uppfylla allar kröfur National Guild of Hypnotists.
Námsskrá
Námsskráin inniheldur eftirfarandi viðfangsefni:
-
Hvað dáleiðsla er – og hvað er hægt að gera með henni
-
Hvernig á að vera árangursríkur dáleiðari
-
Muninum á milli sviðsdáleiðslu og meðferðardáleiðslu
-
Mismunandi innleiðslur í dáleiðslu, þar á meðal slökunardáleiðslu og dáleiðslu á hreyfingu
-
Hvernig á að hafa jákvæð áhrif og vinna á siðferðislegan hátt
-
Hvernig á að meðhöndla streitu og kvíða
-
Hvernig á að markaðsetja sig sem dáleiðari og rekstur dáleiðslustofu
-
Saga dáleiðslunnar
-
Dáleiðsla í klínískum meðferðum
-
Uppbygging meðferðartíma
-
Dáleiðsla við þyngdarstjórnun, fælnum (fóbíum), hætta að reykja (forskriftir fylgja með)
-
Hvernig á að hjálpa einstaklingum að losna við óæskilega ávana og ná fram jákvæðri hegðun
-
Hvernig á að búa til dáleiðsluforskriftir
-
Endurlitsmeðferð þar sem leitað er orsaka vandamála
-
Hlutameðferðir þar sem unnið er með þá hluta hugans sem eru að orsaka vandamál (Parts Therapy, Ego States Therapy, Parts Negotiation og Yagerian Therapy)
-
Dáleiðslumeðferðir fyrir börn
-
Markmiðasetning og dáleiðsla
Námsefni
Lærðu að dáleiða
-
Fyrri hluti námsefnis NGH
-
Forskriftir og innleiðslur frá NGH
-
Viðbótaraðferðir og forskriftir frá dáleiðsluskólanum Hugareflingu
-
Aðgangur að myndböndum af sýnikennslum á þeim aðferðum sem við æfum
-
Ýmis önnur myndbönd og gögn sem geta aðstoðað þig
Meðferðardáleiðsla
-
Síðari hluti námsefnis NGH
-
Námsefni og forskriftir fyrir endurlitsmeðferð (Regression Therapy)
-
Námsefni og forskriftir fyrir hlutameðferðir (Parts Therapy)
-
Bókin Yagerian Therapy og námsefni fyrir Yager meðferð
Réttindi
Eftir að hafa lokið námskeiðinu „Lærðu að dáleiða“ útskrifast þú sem dáleiðari (Certified Hypnotist) og í lok námskeiðsins „Meðferðardáleiðsla“ útskrifast þú sem meðferðardáleiðari (Certified Hypnotherapist)*.
Í lok námskeiðsins „Lærðu að dáleiða“ færð þú:
-
Prófskírteini í dáleiðslu frá Dáleiðsluskólanum Hugareflingu
-
Þú verður gjaldgeng(ur) til að kalla þig dáleiðara og nota stafina C.H. (Certified Hypnotist) á eftir nafninu þínu.
-
Ársaðild að Félagi dáleiðara (fagfélagi dáleiðara á Íslandi) er innifalin í námskeiðinu
Eftir að hafa lokið báðum námskeiðum færð þú:
-
Prófskírteini í meðferðardáleiðslu frá Dáleiðsluskólanum Hugareflingu
-
Prófskírteini frá National Guild of Hypnotists (NGH) sem er alþjóðlega viðurkennt
-
Þú verður gjaldgeng(ur) til að kalla þig meðferðardáleiðara og nota stafina DipHyp, eða CHt (Certified Hypnotherapist) á eftir nafninu þínu*
-
Ársaðild að NGH er innifalin í námskeiðinu
* Sumir dáleiðsluskólar útskrifuðu hér áður fyrr nemendur sem Certified Clinical Hypnotherapists (Klíníska meðferðardáleiðara) en sá titill þótti fela í sér misvísandi skilaboð um að allir útskrifaðir dáleiðarar af þeim námskeiðum ynnu við dáleiðslu á sjúkrastofnun. Af þeim sökum hafa flestir skólar og námskeiðishaldarar látið af þeim titli.
Við bjóðum upp á alhliða dáleiðslunám sem tryggir að nemendur okkar fái allar þær upplýsingar sem til þarf svo þeir getir hafið feril sem dáleiðarar. Hvort sem þú ert að læra dáleiðslu fyrir þig og þína nánustu eða langar að taka á móti fólki í meðferðir þá erum við með réttu námskeiðin fyrir þig.